Winkel er vankaður

Punktar

Páll Winkel fangelsismálastjóri stendur þvert í vegi bráðabirgðalausna á fangelsisvandanum. Hann kallar vinnubúðirnar á Reyðarfirði gámabyggð, sem ekki sé boðleg sakamönnum. Talar um mannréttindabrot og vistun búpenings! Er þetta þó þorp fyrir fólk, sem var fjarri heimili sínu. Með margvíslegum þægindum, svo sem líkamsræktarstöð. Winkel talar líka háðulega um leigu á ísbrjótum sem fangaskip. Segir það ekki boðlegt sakamönnum. Eru ísbrjótar þó útbúnir sem heimili sjómanna, sem eru langdvölum að heiman. Þegar sjálfur forstjórinn er svona kexruglaður, er ekki von á neinum fangelsislausnum.