Birting Wikileaks á leyniskjölum njósnafyrirtækisins Stratfor gefur góða sýn inn í styrjaldaheim herforingja og vopnasala. Þetta eru fimm milljónir tölvubréfa frá tímabilinu 2004-2011. Þar koma við sögu alræmd fyrirtæki á borð við Bhopal, Lockheed, Northrop og Raytheon. Birtist í dag á slóðinni: http://wikileaks.org/the-gifiles.html. Sem viðbót við leyniskjöl bandaríska utanríkisráðuneytisins gefur þessi leki innsýn í veröld, sem er utan og ofan við borgarana. Samsæri, sem stjórnað er af vopnasölum og herforingjum, er þurfa stríð á stríð ofan. Skýrir, hvers vegna Bandaríkin eru ætíð í stríði.