Vottun er íslenzk hugmynd

Punktar

Vottun er íslenzk hugmynd
Hugmyndin um vottun sjávarafurða er Orra Vigfússonar. Hann var fyrir rúmum áratug upphafsmaður MSC, Marine Stewardship Council. Það er núna stærsta vottunarstofa heims í sjávarafurðum. Í auknum mæli neita verzlunarkeðjur í Evrópu að selja fisk, sem skortir MSC vottun. Fiskifélag Íslands og Félag íslenzkra útvegsmanna lögðust frá byrjun í harða andstöðu við þessa vottun. Enn finna þessi samtök henni allt til foráttu. Skynsamlegra hefði verið að taka upp hugmyndir Orra fyrir rúmum áratug. Þá væru Íslendingar í forustu sjálfbærra fiskveiða. Í stað þess að vera úthrópaðir fyrir subbuskap.