Ég hélt, að greiningadeildir bankanna hefðu verið reknar. Svo er víst ekki. Greiningadeild Glitnis hefur gefið út nýtt álit á búskap þjóðarinnar. Hver bað um það? Hver hefur áhuga á greiningum Glitnis? Stjóri greiningadeildar Kaupþings er á mörgum síðum í Fréttablaðinu. Var ekki búið að leggja hann niður með hundruðum annarra bankamanna? Við þurfum enn að hlusta á gamla sargið í spunakörlum útrásar og alheimsbanka. Mér var fyrirmunað að skilja grúppíur fjölmiðlanna, sérstaklega markaðs- og viðskiptasíðna. Mér er enn fyrirmunað að skilja, að fjölmiðlar skuli enn draga fífl til álitsgjafar.