Vonlaus Evrópuþrjózka

Punktar

Sem Evrópusinni get ég fullyrt, að þrjózka Jóhönnu drap ríkisstjórn hennar. Evrópuaðild naut þá lítils fylgis og klauf samstarfsflokkinn í ríkisstjórn. Í pólitík þarf að velja sér bardaga og hafna vonlausum slagsmálum. Samfylkingin er ekki stjórntæk, ef hún heldur áfram slíkri þrjózku. Eftir kosningar myndast meirihluti um mál, sem hægt verður að sættast um. Ekki mun þá duga að setja samstarfsfólki afarkosti eins og Jóhanna gerði. Sú reynsla drap frekari sénsa á slíkum vinnubrögðum. Evrópusambandið getur samt orðið vinsælt einhvern tíma í framtíðinni. Þá getur Samfylkingin reynt að taka slaginn og koma málinu í gegn.