Fjórir af átta borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hafa dregið sig í hlé að þessu sinni. Þeir taka ekki þátt í prófkjörinu, sem fer fram nú um helgina. Þetta er kjósendum flokksins hvatning um að taka þátt í prófkjörinu og tryggja á þann hátt sem bezt val á frambjóðendum flokksins í borgarstjórnarkosningunum í vor. Það er mikilvægt, að endurnýjun borgarfulltrúa verði sem vönduðust. Prófkjörið er tækið til að ná þeim árangri.
Prófkjörið er opið öllum stuðningsmönnum flokksins. Þátttakendur verða að vera næstum 7000 til að prófkjörið verði bindandi. En vonir standa til, að þátttakendur verði töluvert fleiri og er mikilvægt, að hver geri sitt til þess, að svo megi verða.
Kosningin er að þessu sinni einfaldari en í síðasta prófkjöri fyrir borgarstjórnarkosningar. Þátttakendur þurfa ekki að raða hinum kosnu upp í töluröð, heldur krossa þeir einfaldlega við átta til tólf nöfn á seðlinum.
Látum fjöldann, en ekki fámennið, ráða.
Jónas Kristjánsson
Vísir