Vonda peningastefnan

Punktar

Nýi seðlabankastjórinn er strax byrjaður að verja peningastefnu bankans. Hún var tekin upp árið 2001, þegar Már Guðmundsson var sjálfur aðalhagfræðingur bankans. Því er honum sárt um stefnuna. Hún fól meðal annars í sér, að forvextir bankans skyldu hækkaðir unz jafnvægi næðist. Það gerðist ekki, vextirnir voru hækkaðir og hækkaðir, en jafnvægi náðist ekki. Á Íslandi er ekki hægt að stýra verðbólgu með vöxtum, ótal dæmi sanna það. Peningastefna Seðlabankans er einn af orsakavöldum hrunsins. Vont er fyrir samfélagið að fá seðlabankastjóra, sem af persónulegum ástæðum neitar að viðurkenna fakta.