Janúar 2005 … Hringferð mín um veitingahús er svo langt komin, að volæði greinarinnar er mér ljós. Þorri fullorðinna er alinn upp við sósueldhús mötuneytanna og þorri unga fólksins er alinn upp við pöstur og pítsur í bezta lagi og við hamborgara í versta lagi. Fáir hafa áhuga á vandaðri eldamennsku, ekki sízt ef hún kostar of mikið. Það sést af lítilli aðsókn að stöðum, sem reyna að lyfta sér upp fyrir þjóðarsmekk. … Svokallaðir etnískir staðir, allt frá ítölskum yfir í asíska, eru engan veginn ekta. Ítölsku staðirnir eru pasta- og pítsustaðir og þeir asísku eru sósueldhús. …