Vitleysingur verðlaunaður II

Punktar

John Bolton er maðurinn, sem harðast hefur gengið fram í árásum á samstarf Bandaríkjanna við erlend ríki, hvort sem það er á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, í alþjóðasamningum eða á annan hátt. Hann hefur sérstaklega verið andstæður öllu því, sem Vestur-Evrópa metur mest, svo sem Alþjóðlega glæpadómstólnum, banni við notkun smávopna og banni við efnavopnum. Helztu ráðamenn Evrópu óttast að hann spilli leifunum af því, sem áður var kallað vestrænt samstarf. Nú hefur George W. Bush verðlaunað vitleysuna í Bolton með því að gera hann að sendiherra hjá Sameinuðu þjóðunum.