Paul Wolfowitz er maðurinn, sem með þrotlausri vinnu seldi George W. Bush og ríkisstjórn hans hugmyndina um árás á Írak á upplognum forsendum um hættuleg gereyðingarvopn. Hann sannfærði stjórnvöld um, að fámennt herlið mundi duga til innrásar og að Írakar mundu strá blómum á innrásarliðið. Hann kemur úr olíubransanum og er talinn stuðningsmaður bandarískra olíuhagsmuna. Hann er raunar einn af helztu vinum Ísraels, sem ráða utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Nú hefur George W. Bush verðlaunað vitleysuna í Wolfowitz með því að gera hann að forstjóra Alþjóðabankans.