Vitlausari en Íslendingar

Punktar

Við erum laus við Davíð Oddsson, sem nýtur illa fenginna eftirlauna. Ítalir eru ekki svona heppnir, þeir sitja uppi með sinn greifa, Silvio Berlusconi. Hann er verri en Davíð. Silvio er gamalmenni, sem þjáist af þörf fyrir að horfa á berar stelpur. Einnig er hann alþjóðlega viðurkennt fífl, getur ekki stjórnað neinu. Er til vandræða á fundi áttveldanna í L’Aquila á Ítalíu fyrir að trassa að undirbúa fundinn. Bandaríska utanríkisráðuneytið varð að taka málið í sínar hendur. Berlusconi ræður fjölmiðlum Ítalíu og er fyrst og fremst innantóm fjölmiðlastjarna. Ítalir eru vitlausari en Íslendingar.