Vítahringur græðginnar

Punktar

Á blöðrutímanum geðtruflaðist margt yfirstéttarfólk. Það sá sér tækifæri til að stela stjarnfræðilegum upphæðum út úr veltunni. Sumir sáu tugi milljarða, sumir milljarða, sumir hundruð milljóna, aðrir minna. Fólk varð tryllt af græðgi. Bankastjórar, kvótagreifar og útrásarvíkingar stálu tugum milljarða, aðstoðarmenn nokkru minna og ýmsir pólitíkusar komust í hundruð milljóna. Þetta gerðu menn með ýmsum sjónhverfingum, til dæmis með einkahlutafélögum um skuldir. Gróðinn brann stundum og hvarf stundum í erlend skattaskjól. Fátt bendir til, að neinn þessara bófa hafi losnað úr vítahring græðginnar.