Vit í fólki

Punktar

Notkun greiðslukorta hefur minnkað um 8% innanlands á einu ári. Það stafar af, að Íslendingar eru farnir að halda að sér höndum í kaupæðinu. Þeir eru að spá í, að allur sé varinn góður, þegar ríkisstjórnin hefur sofnað á verðinum og verðbólgan er farin úr böndum. Fólk sér fram á lakari krónu og aukna vaxtabyrði, steypir sér síður en ella í nýjar skuldir. Hummer-bílar rykfalla óseldir á bílasölunni. Þegar fólk dregur saman seglin um 8%, má búast við, að það geti mætt vandanum og verðbólgan reynist vera skot, sem hjaðnar aftur mjúklega með næsta vetri.