Útlendingastofnun leggur sig í líma við að ofsækja fólk. Fórnardýrin taka við eitt af öðru. Nú er það Julio Daniel, sonur íslenzks ríkisborgara. Reynt er að reka hann úr landi. Næst á undan var það Jussanam de Silva, fráskilin kona íslenzks ríkisborgara. Þar áður Nour-aldin Al-azzawi, sem er pólitískur flóttamaður. Vikulega er stofnunin með einhvern í einelti. Var skiljanlegt, er hún var að gleðja þáverandi lögregluríkis-ráðherra, fyrst Björn Bjarnason og síðan Rögnu Árnadóttur. En nýtt Ísland þarf að láta þessu útlendingahatri linna. Látum Julio Daniel í friði, vísum heldur Útlendingastofnun úr landi.