Vísismafían.

Greinar

Hin svonefnda Vísismafía kom fyrst fram í dagsljósíð í árslok 1973. Að undirlagi Harðar Einarssonar lögfræðings tóku þá saman höndum þeir Ingimundur Sigfússon í Heklu, Þórir Jónsson í Sveini Egilssyni og Guðmundur Guðmundsson í Víði, samanlagt rétt rúmlega helmingur hluthafa Vísis.

Þótti þeim stefna blaðsins óhóflega frjálslynd og leiðarar þess ekki í samræmi við svonefnt flokkseigendafélag í Sjálfstæðisflokknum. Ennfremur fannst þeim of mikið af “kommúnistum” á blaðinu. Í augum Ingimundar eru allir vinstri mcnn kommúnistar Og í augum Ouðmundar eru allir þeir menn kommúnistar, sem ekki eru í hægra armi Sjálfstæðisflokksins. Við allt þetta bættist svo óánægja Ingimundar út af birtingum mynda í blaðinu af Fólksvögnum í árekstrum.

Vísismafían byrjaði á því að reyna að koma Herði Einarssyni að sem meðritstjóra Vísis. Öðrum hluthöfum þótti það ekki girnilegt og tók mafían þá upp aðra stefnu Í árslok 1974. Ingimundur fékk þá umboð meirihluta stjórnarinnar til að hafa eftirlit með ráðningu blaðamanna á ritstjórn Vísis. Hafnaói hann óllum, sem hann taldi kommúnista samkvæmt sérstæðri skilgreiningu sinni og Guðmundar.

Þetta leiddi til þess, að upp úr sauð á miðju ári 1975. Þremenningarnir beittu þá þeim nauma meirihluta, sem þeir höfðu á aðalfundi Vísis og hreinsuðu til í fyrirtækinu. Skyldi nú Vísir framvegis túlka hreina stefnu flokkseigendafélagsins.

En þá kom babb í bátinn. Hinir hreinsuðu hófu útgáfu nýs dagblaðs, sem hlaut nafnið Dagblaðið. Stigu þeir stórt skref í átt að því markmiði, sem þeir hðfðu stefnt að á Vísi, að gefa út frjálst og óháð dagblað. Þessu hafði Vísismafían ekki reiknað með og enn síður, að hið nýja dagblað færi langt fram úr Vísi í sölu.

Nú voru góð ráð dýr. Mafían ákvað að reyna að bjarga fjárhag sínum með því að fórna skoðunum sínum að sinni og gera tilraun til að láta Vísi elta Dagblaðið. Jafnframt unnu þeir að því að kippa fótunum undan Dagblaðinu í þeirri von að fá um síðir að gefa út í friði réttar skoðanir í Vísi.

Þetta var g ert með málaferlum og kaupum á rekstri Alþýðublaðsins fyrir um 20 milljónir króna á ári. Skilyrðin fyrir kaupunum voru þau, að Dagblaðinu yrði úthýst úr Blaðaprenti. Þcssar aðgerðir gegn Dagblaðinu tókust ekki, þar sem því tókst að útvega sér vinnslu og prentun með öðrum hætti.

Mafían situr því enn í súpunni. Hún neyðist til að leyfa Vísi að halda áfram að elta Dagblaðið. Vísir neyðist að vísu til að hafa stcfnu flokkseigendafélagsins í landhelgismálinu. En hann fær að sprikla með Vilmund Gylfason, þótt mafían hefði á sínum tíma þrútnað af bræði, þegar stungið var upp á honum sem blaðamanni.

Til að kóróna böl mafíunnar hefur Vilmundur svo án samráðs við hana framkvæmt hótanir þær gagnvart Kristni Finnbogasyni, framkvæmdastjóra Tímans, sem mafían var búin að nota til að tryggja stuðning hans við brottrekstur Dagblaðsins úr Blaðaprenti.

Hingað til hefur Vísismafían ekki haft nema kostnað og magasár af iðju sinni, hvað sem síðar verður.

Jónas Kristjánsson

Dagblaðið