Virkin við Lissabon

Punktar

Fortaleza í Guincho er eitt bezta hótelið í nágrenni Lissabon. Í rúmlega tveggja alda gömlu virki á litlu nesi út í Atlantshafið við Sintra-fjöll. Aðalkostur hótelsins felst þó í nýklassískum matsal með Michelin-stjörnu, annarri af tveimur í Portúgal: reservations@guinchotel.pt. Annað skondið hótel nálægt Lissabon er Pousada Castelo de Palmela í klaustri uppi á fjallstindi ofan við Setúbal. Það var áður virki Mára, sem kaþólskir náðu ná sitt vald fyrir rúmlega átta öldum. Þar er ógleymanlegt útsýni til allra átta. Það er hluti af portúgalski ríkiskeðju hallarhótela: www.pousadas.pt.