Hjá Bjarna Eiríki Sigurðssyni sá ég í gær uppstoppaðan haus af hrúti. Hann var af villifjárstofni, sem kerfið reyndi að útrýma í Tálkna. Þetta er með afbrigðum virðulegur haus, stærri en aðrir hrútshausar, ógisslega fagurlega hyrndur, þéttgrár að lit. Engin leið er að villast á þessu villikyni og því fóðurkálskyni, sem landbúnaðurinn ræktar. Kynið í Tálkna var allt þéttgrátt að lit, úrvalið samkvæmt lögmáli Darwins. Slíkar kindur sáust ekki í klettum og þess vegna gátu þær lifað villtar kynslóð eftir kynslóð. Atlaga kerfisins að þessum frjálsa stofni er meiri háttar níðingsverk, sem þarf að rannsaka.