Vinstri grænir semja við sig

Punktar

IceSave er þarna og fer ekki, hvað sem Alþingi gerir. Björgólfsfeðgarnir og bankastjórar þeirra fóru ránshendi um Bretland og Holland. Í skjóli skorts á eftirliti, sem Sjálfstæðisflokkurinn bjó til. Þess vegna verðum við að borga brúsann. Getum deilt um niðurstöðuna, getum sett fáa og einfalda fyrirvara og túlkanir. Um það verður ekki samið við þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Þeir eru lýðskrumarar í afneitun, bera ekki ábyrgð á neinu. Fyrst og fremst verða Vinstri grænir að semja við sjálfa sig. Úr því fæst nothæf niðurstaða. Hún stendur við skuldbindingar okkar og setur okkur ekki heldur á hausinn.