Vinstri grænar virkjanir

Punktar

Þjóðvarnarfólk í sveitum hefur ekkert á móti orkuverum í sveitum sínum, ef þau eru innan við 10 MW og þurfa ekki umhverfismat. Draumur fólks snýst um tímabundin verkefni fyrir vinnuvélar sínar. Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga hefur áhuga á að reisa 50-60 slík orkuver í héraðinu. Hvar sem fólk er statt í sýslunum, hefur það þá orkuver í augsýn. Hlýtur að vera mikill unaður öllu þjóðvarnarfólki og öðrum kjósendum forseta alþingis. Ekki veitir af að hafa landverndarstjóra og Svandísi Svavarsdóttur sem ráðherra til að verjast áreitni þingeyskra þjóðvarnarsinna og hers Steingríms. Þar mun hrikta einna fyrst í stjórnarsamstarfinu. Innan Vinstri grænna sem oftar.