Vinna ekki friðinn einir

Punktar

Thomas L. Friedman segir í New York Times, að Bandaríkjamenn hafi einir sér ekki þolinmæði, mannafla og orku til að byggja upp nýtt þjóðfélag í Írak á rústum hins gamla. Bandaríkjamenn þurfi ekki bandamenn til að vinna stríðið, en þeir þurfi bandamenn til að vinna friðinn. Með lítilsvirðingu á bandamönnum sínum hafi Bandaríkin einangrað sig og tapað stöðu forusturíkis hins frjálsa heims.