Vindum ofan af orkubraskinu

Punktar

Ef Íslendingar eru sammála um eitthvað, þá er það þjóðareign á auðlindum. Þá varðar ekki um orðhengilshátt lagatækna. Þeir vilja þjóðareign á kvóta og þjóðareign á orku. 43.000 manns hafa skrifað undir kröfu um þjóðaratkvæði. Hægrifanatík stjórnar Geirs Haarde leiddi til einkavæðingar orku suður með sjó. Leiddi til þjófnaðar raðbraskarans Ross Beaty á HS Orku. Mun hækka orkuverð til notenda í Keflavík. Það er glæpur Árna Sigfússonar bæjarstjóra. Þjóðin er andvíg þessu, en lagatæknar þumbast á móti. Tökum ekki mark á þeim. Vindum ofan af glæpamálinu. Látum raðbraskarann éta það, sem úti frýs.