Villu-gen og uppgrafin gen

Punktar

Restin af tækifærissinnum landsins streymir þessa dagana í Framsókn. Gömlu framsóknargenin segja til sín. Þar á meðal eru gen, sem höfðu villzt í aðra flokka og uppgrafin gen. Synir og launsynir fyrrverandi formanna eru farnir að láta að sér kveða í flokknum. Og Páll Magnússon er hættur að tala við Finn Ingólfsson, ef það hjálpar eitthvað. Ekkert bendir til annars en, að Framsókn verði að loknu landsþingi tækifærissinnaðri en nokkru sinni fyrr. Tugir flokksmanna bíða eftir djobbi í kjölfar nýrrar ríkisstjórnar. Áfram verður flokkurinn fjárhagslega í boði Finns Ingólfssonar fólgsnarjarls.