Unesco, ein veigamesta stofnun Sameinuðu þjóðanna, hélt fyrir nokkrum mánuðum ráðstefnu í Suður-Ameríku um vandamál álfunnar. Á fundinum var samþykkt að mæla með því, að stjórnir ríkja álfunnar næðu sterkari tökum á fjölmiðlum landa sinna. Átti þetta að styrkja þjóðlega einingu í löndunum.
Flestum er kunnugt um, að ráðamenn SuðurAmeríku eru flestir hershöfðingjar eða einræðisherrar, ýmist til hægri eða vinstri. Þetta eru gerspilltir menn, sem mergsjúga þjóðir sínar til að belgja út hankareikninga sína í Sviss, um leið og þeir kveða niður gagnrýni meðð misþyrmingum, morðum og fangelsunum. Þeir glöddust mjög og notuðu tækifærið þegar Uneseo sagði þeim að herða tökin á fjölmiðlunum.
Þegar síðast var talið, ríkti aðeins upplýsingafrelsi í 30 af 140 ríkjum heims. Í öllum þorra aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna er brotið rækilega í bága við þann hornstein mannréttindayfirlýsingar samtakanna, sem upplýsingafrelsið er. Samtökin sjálf og stofnanir þeirra stuðla að þessum brotum eins og dæmið hér að ofan sýnir.
Mestur tími Sameinuðu þjóðanna og stofnana þeirra fer í tilraunir til að reka Ísrael á brott og knýja í gegn áróðurstillögur gegn Ísrael. Glæpur Ísraels er fólginn í því, að nágrannaríkin hafa í þrígang ráðizt meó hervaldi gegn því og tapað við það nokkrum landsvæðum.
Hins vegar er Ísrael eitt af fáum ríkjum utan Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku, sem heldur í heiðri flestar greinar mannréttíndayfirlýsingar Sameinuóu þjóðanna. Hið sama er ekki unnt að segja um andstæðinga Ísraels á vettvangi Sameínuóu þjóðanna og stofnana þeirra.
Þessi öfugþróun er afleiðing þess, að ríki hins svonefnda þriðja heims eru komin í meirihluta í Sameinuðu Þjóðunum. Flest þessara ríkja ætti fremur að kalla villimannaríki, vegna þess að þeim er stjórnað af villimönnum, sem eru andvígir grundvallarhugsjónum samtakanna.
Í andstöðunni við Ísrael kemur fram bandalagsþríhyrningur Arabaríkja, villimannaríkja og austurblakkar. Þessir þrír hópar ríkja eiga það sameiginlegt, að ráðamennirnir gera ekki minnstu tilraun til að halda í heiðri undirstöðureglur Sameinuðu þjóðanna.
Ráðamenn þeirra fáu ríkja, sem eru utan þessa vanheilaga bandalags, vita ekki sitt rjúkandi ráð og flýja út í margvíslegan undirlægjuhátt gagnvart ráðamönnum ríkja þríhyrningsins. Einkum reyna vestrænir ráðamenn að sleikja ráðamenn þriðja heimsins, líklega vegna samvizkubits út af fyrri nýlendustefnu.
Nýlendustefna nútímans er hins vegar í gildi hjá Sovétríkjunum, sem á síðustu áratugum hafa þanizt út mest allra ríkja, og hjá olíuríkjum Araba, sem hafa gert þriðja heiminn gjaldþrota með hækkun olÍuverðs.
Um tíma reyndi Ford Bandaríkjaforseti að hamla gegn þessu með því að gera opinskáan prófessor, Moynihan, sendiherra hjá Sameinuðu þjóðunum. Hann sagði villimönnum þeim, sem ráða þriðja heiminum, til syndanna. Það endaði með því, að hann varð að víkja úr starfi vegna þrýstings villimanna. Þannig fer dýrð Sameinuðu þjóðanna.
Jónas Kristjánsson
Dagblaðið