Vill verðfella fiskinn

Punktar

Aðalsteinn Árni Baldursson verkalýðsleiðtogi vill banna það, sem hann kallar útflutning á óunnum fiski. Það er fiskur, sem fer beint á ferskfiskmarkaði. Þar er hann seldur á miklu hærra verði en svokallaður unninn fiskur, til dæmis freðfiskur. Frysting gerir fisk ekki verðmætari, eykur bara geymsluþol hans. Fiskneytendur vita, að freðfiskur er verri en óunninn fiskur. Þess vegna vilja sjávarútvegsfyrirtæki selja fisk óunninn beint á fiskmarkaði. Aðalsteinn er í rauninni að heimta, að íslenzk fiskvinnsla fái að lækka fisk í verði. Orð hans eru partur af fjölbreyttri hagsmunaþvælu Íslendinga.