Isam al-Khafaji, prófessor í Amsterdam, skrifar grein í Guardian og skýrir, hvers vegna hann sagði sig úr ráðgjafanefnd Íraka, sem bandaríski hernámsstjórinn skipaði til að fegra hernám Íraks. Hann segist ekki hafa viljað vera leppur. Hann telur ráðgjafanefndina ekki hafa völd til að ráða við verkefnið. Hann furðar sig líka á, að mesta herveldi heims skuli ekki geta komið rafmagni á Bagdað og segir Saddam Hussein hafa staðið sig mun betur á því sviði eftir fyrra stríð Bandaríkjanna við Írak. Hann telur raunar algert öngþveiti ríkja í landinu.