Vill banna erfðabreytt

Punktar

Umhverfisdeild Evrópusambandsins vill banna erfðabreytt korn frá þremur framleiðendum, því að það skaði lífríki. Málið er í skoðun ráðherraráðsins. Það sætir gagnþrýstingi frá moldríkum líftækniiðnaði, sem nýtur stuðnings Heimsviðskipta-stofnunarinnar. Erfðabreytt vara hefur verið sérmerkt í Evrópu, en ekki bönnuð. Hún hefur aðeins náð 1% útbreiðslu í evrópskri búvöru. Þar hafa heil lönd og landshlutar verið lýst frí af erfðabreyttri vöru. Hér á Íslandi léku líftæknifyrirtæki lausum halda undir verndarvæng Guðna Ágústssonar, meðan hann var ráðherra. Við lendum því á svörtum lista.