Við viljum ekki hafa kúlufólkið í pólitík, bönkum og fjölmiðlun. Við viljum ekki gráðuga fólkið, sem hélt sig geta eignazt frítt tugi og jafnvel hundruð milljóna með svindli og sjónhverfingu. Með því að bankar tækju marklaus veð í eignalausum einkahlutafélögum. Við viljum losna við bankastjórana Finn Sveinbjörnsson og Birnu Einarsdóttur. Við viljum losna við pólitíkusana Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttir og Tryggva Þór Herbertsson. Við viljum losna við fjölmiðlunginn Björn Inga Hrafnsson. Viljum, að kúlufólkið fari að gera annað. Okkur verður óglatt af að sjá það í pólitík, bönkum og fjölmiðlum.