Viljir þú bæta Ísland

Punktar

Viljirðu breyta Íslandi í betra land, þarftu að taka þátt í kosningum. Einnig í forsetakosningum. Þær varða stjórnmál. Of lengi höfum við verið í herkví tveggja flokka, sem hafa smám saman breyzt í bófaflokka. Gæta ekki hagsmuna almennings, heldur auðgreifa. Ungt fólk þarf líka nýju stjórnarskrána, sem þjóðin mælti með. Reynslan sýnir, að forseti landsins hefur pólitískt vægi. Brýnt er fyrir ungt fólk að nenna að mæta á kjörstað. Baráttan er um þína framtíð í þessu landi. Veldu einhvern, sem horfir til framtíðar. Þeirrar framtíðar, sem ungt fólk þarf að lifa við lungann úr þessari öld. Mundu eftir Andra Snæ Magnasyni rithöfundi.