Jóhanna Sigurðardóttir er enn á villigötum í IceSave. Vildi á sínum tíma samþykkja samninginn án fyrirvara. Leit á það sem óþægð samstarfsflokksins að vilja fyrirvarana. Enn lítur hún á það sem óþægð. Segist vera að missa þolinmæðina. Það er vegna deildra meininga um fyrirvarann um fyrningu lánsins hjá Bretlandi og Hollandi. Hún þarf að tala gætilegar. Þarf að meta, hvort stjórnarsamstarfið sé æskilegt, en ekki grafa undan því með gálausu þvaðri. Ef hún vill fara aftur í stjórn með hrunflokknum, þá geri hún það bara. Leiðin þangað er að vísu ekki vel ratljós, en vilji er allt, sem þarf.