Hluti verkalýðshreyfingarinnar er andvígur lækkun matartolla, því að það geti tekið vinnu frá innlendum matvinnslufyrirtækjum. Sautján formenn félaga á landsbyggðinni gáfu yfirlýsingu um þetta. Hjarta þeirra slær nær landbúnaðinum en umbjóðendum þeirra. Þetta er árekstur meiri og minni hagsmuna. Hinir víðtæku hagsmunir launafólks í landinu verða að víkja fyrir sérhagsmunum í matvinnslu. Verkalýðshreyfingin er klofin í málinu og getur því ekki beitt sér fyrir framförum, sem bezt eru til þess fallnar að bæta lífskjör félagsmanna. Heilir sautján formenn vilja halda uppi matartollum.