Vilja græna skatta

Punktar

Skoðanakönnun sýnir, að mikill meirihluti Breta vill greiða græna skatta til að bæta umhverfið. 63% Breta voru á þessari skoðun. Þeir voru að meðaltali reiðubúnir að borga tæpar 45.000 krónur hver á ári, þótt þeir spöruðu sjálfir ekkert á móti. Litlu færri sögðust hafa neitað sér um að kaupa vörur fyrirtækja, sem menga umhverfið. Aðeins 16% vildu ekki gera neitt. Sama könnun sýnir, að Bretar taka umhverfi langt fram yfir hagþróun. Þetta afsannar þá fullyrðingu Tony Blair, að ekkert land í heiminum vilji slíkt. Jafnvel Íslendingar vilja nú ekki fleiri álver næstu árin.