Viktoría drottning

Punktar

Mér þótti Viktoría drottning gott og fallegt hótel í borgarmiðju Madríd, rétt hjá Puerta del Sol, með svölum við hvert herbergi. Þetta var nautabanahótelið, þar sem allir nautabanar gistu og þar sem allir samningar um nautaat voru gerðir til skamms tíma. Þegar ég kom við sögu, höfðu bandarískar ekkjur að mestu tekið við af nautabönum á hótelbarnum, en eigi að síður var þetta enn göfugt hótel. Nú er búið að loka Reina Victoria. Þar á í haust að stofna nýtt hótel, svonefnd Hard Rock Hotel með tilheyrandi hávaða. Um slíkt sögðu Rómverjar: “O tempora, o mores”.