Víkingar geta séð um sig

Punktar

Stjórnendur Glitnis gáfu Seðlabanka og ríkisstjórn kolrangar upplýsingar um stöðu bankans. Hún var miklu verri en þeir sögðu. Þar með hafa brostið forsendur fyrir yfirtöku bankans. Eðlilegt er, að ríkissjóður kippi að sér hendinni og afgreiði Glitni eins og Landsbankann. Að hætti neyðarlaganna verði skilið milli innlends og erlends hluta bankans. Fjármálaeftirlitið taki við innlenda hlutanum, en erlendi hlutinn verði látinn gossa. Þar með væri útrásarþáttur bankanna skorinn frá og afhentur útrásarvíkingunum til umráða á þeirra eigin ábyrgð. Það er sanngjarnt, víkingar geta séð um sig.