Simon Tisdall nefnir í Guardian dæmi um, að vígreifir stjórnendur í bandaríska stríðsmálaráðuneytinu, einkum John Bolton, Paul Wolfowitz og Douglas Feith, séu önnum kafnir við að koma illu af stað í samskiptum Bandaríkjanna við Íran og Norður-Kóreu. Hann segir þá stefna að stríði við þessi ríki.