Vigdís hjólar í Sigurð

Punktar

Vigdís Hauksdóttir ætlar sér meiri hlut í pólitíkinni. Árásin á Sigurð Inga Jóhannsson samflokksráðherra er hennar stríðsyfirlýsing. Sigurður er haltrandi ráðherra, klúðraði ráðuneytisádrepu, síðan makríldeilu, svo Nærabergsmáli og loks núna Fiskistofumáli. Hann kann bara eitt, að tuddast áfram með hausinn niðri. Vígreif Vigdís telur tímabært að skipta út ráðherrum og fá konu inn, auðvitað hana sjálfa. Líklega hefur Sigmundur Davíð tjáð henni, að á því verði enn nokkur bið. Vigdís hefur því ákveðið að taka ofan silkihanzkana og fara að gera sig breiðari innanflokks. Hún ræður alveg við dýralækninn yfirgangssama.