Viðskiptablaðið segir bú-hú

Punktar

Viðskiptablaðið hefur tekið að sér að fæla kjósendur frá Pírötum. Að venju fer blaðið mikinn í skáldskap. Sakar pírata um þá vinstri villu að setja heilsuna í forgang. Hækka framlögin um tugi milljarða. Getur þess ekki, að það á að gera í samræmi við markaðslögmál með uppboði á kvótum og öllum lönduðum afla. Með því að láta eðlileg viðskiptalögmál auðlinda ráða ferð. Sakar pírata um að undirbúa borgaralaun handa óverðugum. Staðreyndin er hins vegar, að píratar vilja skoða erlendar tilraunir með borgaralaun. Ekki er meiningin að framkvæma neitt án fjárhagslegra stoða. En Viðskiptablaðinu hentar bezt að reyna að hræða fólk.