Viðkvæmur sinubruni

Fjölmiðlun

Ríkisútvarpið hefur ítrekað í netfréttum, að “talið sé” að sinubruninn á Mýrum stafi af sígarettu. Þetta eru dylgjur, sem eiga ekki heima í blaðamennsku. Ríkisútvarpið á að segja í netfréttunum, hver heldur þessu fram og hvers vegna hann heldur því fram. Eru einhver sönnunargögn eða vitni í málinu og hver eru þau þá? Hingað til hefur sina úti á landi einkum verið brennd af meintum hagsmunaástæðum. Þannig urðu líka skógareldar á Spáni og í Portúgal fyrir ári, þótt fyrst hafi verið bent á sígarettur. Þær eru handhægur blóraböggull þar sem hér.