Víðfeðmt hugmyndaflug

Punktar

Bæklingur um tímaritið Lifandi vísindi kom inn um lúguna. Þar er auglýst í bak og fyrir, að menn borgi 790 krónur fyrir áskrift og ódýra myndavél. Á áskriftarseðlinum er þessari upphæð slegið upp. Annars staðar í bæklingnum segir í smáu letri, að menn skuldbindi sig til að borga til viðbótar 6.786 krónur á hálfs árs fresti. Það eru 13.572 krónur á ári. Einnig skuldbindur fólk sig til að borga árbók á 3.990 krónur. Samtals virðast ársviðskiptin því nema 17.562 krónum, þótt aðeins sé flaggað 790 króna startgreiðslu. Ég hef ekki áður séð svo víðfeðmt hugmyndaflug við að plata sveitamanninn.