Við sjáum til lands

Punktar

Nú fer málið að einfaldast. Fjármálakerfið allt er hrunið og ríkið sjálft er í húfi. Næst þarf Geir Haarde að lýsa yfir, að ríkið greiði bara eigin skuldir, en ekki einkaaðila. Erlend ríki verði að hirða þarlendar eignir íslenzku bankanna upp í skuldir þeirra. Þetta er efnislega sama og Davíð Oddsson sagði, en Davíð sagði það bara á versta tíma. Nú er hrunið hins vegar komið á óstöðvandi skrið. Erlend viðskipti verða torsótt, vöruskipti verða tekin upp. Vonandi fáum við rússneska bíla og olíu fyrir fisk og ál. Við stöndum ein í heiminum. Vestrænn kapítalismi hefur brugðizt okkur.