Engin vandræði eru svo vond, að ekki megi gera þau verri með þjóðaratkvæði. Eftir vel lukkuð endalok á langvinnum þrætum við Breta og Hollendinga er gráupplagt að hafa þjóðaratkvæði. Þjóðin er fullfær um klúðra málinu, hokin af þjóðrembu og orðhengilshætti lagatækna. Hún heimtar sitt réttlæti og fær reikning upp á hundruð milljarða í hausinn. Þannig mun IceSave enda. Og samt munu menn þá enn ekki skilja neitt í neinu. Áfram munu Íslendingar vaða fram í fullvissu um eigið ágæti og vænisjúkum ótta við Evrópusambandið. Lýðveldið Ísland hefur aldrei verið sjálfbært. Og þjóðin tryggir, að svo verði aldrei.