Við höfum skammtíma-svigrúm

Punktar

Þrátt fyrir frostið vegna IceSave hafa sum stórfyrirtæki getað fjármagnað sig eðlilega. Fremst fara þar Össur, Marel og Icelandic. Í meiri vanda er Landsvirkjun með Búðarhálsvirkjun. Samtök vinnumarkaðarins eru ákaflega stóriðjusinnuð. Þeim er mikið í mun, að orkuverið verði byggt. Þau mæla því með afgreiðslu IceSave. Á hitt er að líta, að skuldatryggingaálagið hefur lækkað um 4%. Það þýðir, að umheimurinn hefur vaxandi traust á Íslandi sem skuldara. Hafi menn lítinn áhuga á álbræðslum, geta þeir verið rólegir að sinni. Til langs tíma þurfum við þó að afla gjaldeyris fyrir afborgunum.