Matvælastofnun ríkisins er hluti af kerfi landbúnaðarins. Hún er ekki þjónn neytenda. Kannar til dæmis ekki, hvort framleiðendur fari efir reglum og merki umbúðir rétt. Í skjóli Matvælastofnunar dæla kjöt- og fiskvinnslur aukaefnum og vökva í matinn. Við sjáum það, þegar við opnum kjötbréf og vökvinn lekur út. Finnum það á lyktinni, þegar við opnum plastið utan af salatinu. Sjáum það, þegar fiskurinn rýrnar á pönnunni. Aðeins að forminu til förum við eftir evrópskum reglum um vinnslu og merkingu matvæla. Í raun haga vinnslustöðvar sér eins og þeim þóknast og merkja eins og þeim þóknast.