Menn verða að standa í lappirnar, þegar trylltu frekjurnar birtast. Í dag eru það mennirnir, sem höfðu ráð á 200 fermetra íbúð og Golf. En keyptu 400 fermetra hús og Landcruiser. Heimta nú, að skattgreiðendur og lífeyrisþegar borgi. Í gær voru það kvótagreifarnir, sem stálu kvótanum og veðsettu hann í útlöndum. Fyrning er árás á byggðir landsins, garga þeir. Í fyrradag var það fólkið, sem flykktist á kjörstað til að hafna IceSave. Við borgum ekki skuldir einkaaðila, segir það. Samfellt rugl vellur yfir okkur eins og brim. Sumir kikna í hnjáliðunum, þegar þeir sjá frekjurnar. Við hin erum frjáls.