Thomas L. Friedman heldur því fram í New York Times, að ástæðan fyrir árás Bandaríkjanna á Írak hafi ekki verið hættan, sem ríkisstjórnin sagði Bandaríkjunum stafa af meintum gereyðingarvopnum Íraks. Hin raunverulega ástæða hafi verið, að stjórnin hafi talið sér nauðsynlegt að koma þeim skilaboðum á framfæri, að bandaríski herinn gæti farið til Miðausturlanda og drepið þar fólk til að sýna mátt og megin Bandaríkjanna.
