Ísland þarf ekki hefðbundnar varnir. Ef Rússar vilja kasta sprengjum á okkur, getum við farið eftir tillögu Glistrups í Danmörku, sem lagðí til, að í landvarnaráðuneytinu yrði settur upp símsvari, er segði í sífellu: “Við gefumst upp”. Núverandi varnir landsins duga ekki gegn hefðbundinni árás, enda vill enginn ráðast á okkur. Varnarliðið er óhæft til hvers kyns varna í nútímanum, einnig gegn innstreymi skæruliða, sem vilja framkalla hryðjuverk til að skemmta sér eða vekja athygli á kennisetningum sínum. Í stað þess að væla í Bandaríkjunum eiga landsfeður okkar að setja upp varnir.