Við fáum leyndó stjórn

Punktar

Ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms er komin í gamalkunna gírinn. Hún gefur ekki upplýsingar. Flest hennar mál eru leyndó. Skjöl, sem lofað var að birta 15. apríl, eru enn ekki birt. Óvíst er, hvort þau verði birt, þau eru sögð svo leyndó. Allt er á huldu í tvær vikur um nýjan stjórnarsáttmála. Ætli hann verði nokkuð birtur, er hann ekki svo leyndó? Landsfeður hafa gleymt háværum yfirlýsingum um gegnsæi fyrir kosningar. Nú eru kosningar búnar og engin þörf talin á að eiga samskipti við kjósendur næstu árin. Nýja ríkisstjórnin er strax orðin sama þagnarstjórnin og fyrri ríkisstjórnir.