Við erum sigruð þjóð

Punktar

Sammála túlkun Sigurðar Líndal prófessors. IceSave-plaggið er skilyrðislaus uppgjöf sigraðrar þjóðar. Höfum tapað stríði við Evrópu. Hún hefur ákveðið að leggja á okkur byrðar, sem við getum ekki staðið undir. Ekki frekar en Þjóðverjar eftir fyrra heimsstríðið. Við þurfum að borga á hverju ári meira en sem nemur tekjum af sjávarútvegi. Það gengur ekki upp, við skulum viðurkenna það strax. Þetta eru Versalasamningar. Þótt ríkisstjórnin hafi samþykkt málið, er brýnt, að Alþingi afgreiði það öðruvísi. Alþingi þarf að álykta, að það líti á plaggið sem úrslitakosti í garð sigraðrar þjóðar.