Við byltum bófunum

Punktar

Jafnvel Kristján Loftsson er hættur að veiða hval. Næst gerir hann skipin út í hvalaskoðun. Ferðamenn færa okkur helminginn af öllum gjaldeyristekjum. Fiskur verður bara úthrópaður eins og prjónaskapur. Smíði hótela nægir ekki í aukningu ferðamanna. Útleiga stakra herbergja úti í bæ, AirB&B, verður að tvöfaldast á þessu ári. Hafði þó tvöfaldazt í fyrra og gaf þá 6-8 milljarða króna. Í sumar verða hundruð að sofa á bekkjum eða í undirgöngum. Á þessu ári verður aukning ferðamanna 50% og önnur 50% árið 2018. Þá getum við öll unnið í ferðamennsku. Þá getum við bylt bófunum og náð tvöföldu kaupi með því að sameinast í verkfalli.