Orðið fasismi kemur frá flokki Mussolini á Ítalíu. Meðal einkenna hans voru korpóratismi og ríkisdýrkun og þjóðarsátt og félagslegur rétttrúnaður. Síðan komu ýmis hægri sjónarmið, en hefðu eins getað verið vinstri sjónarmið. Við búum hér við vinstri stjórn, sem kemur sér saman um fátt mikilvægt. Ekki um ríkisrekstur tannlækninga, ekki um Nató eða Evrópusamband og alls ekki um þjóðareign á kvóta. En hún dýrkar þjóðarsátt við aðila vinnumarkaðarins. Og fór gegnum eld og brennistein, gegn fjöldaáskorunum og gegn fagaðilum til að koma á ritskoðun ríkisins á fjölmiðlum. Þetta er nefnilega fasistastjórn.