Við borgum ekki

Punktar

Ísland má ekki samþykkja lán Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, því að það er háð samkomulagi við Breta. Slíkt samkomulag er fráleitt, því Bretar hafa valdið okkur rosalegu tjóni með því að velta Kaupþingi. Bretar hafa fryst eigur Landsbankans í Bretlandi og vilja þar á ofan fá stríðsskaðabætur. Allt þetta ferli er út í hött. Vegna terrorisma Breta eiga þeir ekki að fá neinar bætur. Alls engar. Og þar af leiðandi fáum við ekki lán Sjóðsins. Þetta hangir allt saman. Við þurfum að sætta okkur við, að ófærar eru hinar vestrænu leiðir til lausnar vanda okkar. Við veðsetjum aldrei börn okkar.